Varpafitjungur (Puccinellia capillaris)
Varpafitjungur (Puccinellia capillaris)
Búsvæði
Vex stundum kringum bæi upp til sveita en er þó oftar í malarfjörum eða á sjávarflæðum (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Fremur lágvaxin grastegund (15–40 sm) með grágræn blöð og fremur stóran, ljósgráfjólubláan punt.
Blað
Vex í þéttum toppum (Hörður Kristinsson 1998). Engar skriðular renglur. Blöð oftast flöt, grágræn, 2–5 mm breið (Lid og Lid 2005).
Blóm
Punturinn stór og opinn með útstæðar, stífar greinar, þær neðstu sveigjast að lokum niður, þrjár til fimm í neðsta kransinum. Ytri blómagnir yddar, þær neðri 1–1,5 mm, þær efri 1–2,5 mmm langar. Innri blómagnir 1,5–2,8 mm langar, þverar í endann, svo gott sem hárlausar. Frjóhnappur 0,7–1 mm langur. Smáöxin oftast ljógráfjólubláar (Lid og Lid 2005).
Aldin
Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Thank you!