Fjallnykra (Potamogeton alpinus)

Mynd af Fjallnykra (Potamogeton alpinus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallnykra (Potamogeton alpinus)
Mynd af Fjallnykra (Potamogeton alpinus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjallnykra (Potamogeton alpinus)

Útbreiðsla

Hún er algeng um allt land frá láglendi upp í 600–700 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vatnajurt sem oftast er á kafi, vex í tjörnum og stöðuvötnum, stundum einnig í hægu straumvatni (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Fremur hávaxin vatnajurt (20–60 sm) með löng blöð. Flotblöðin lensulaga. Blómgast í júlí.

Blað

Myndar sjaldan flotblöð en þau eru lensulaga, 5–10 sm á lengd, blaðkan mjókkar jafnt niður á stilkinn. Kafblöðin löng, oftast 6–16 sm, mjókka jafnt niður að fætinum en óstilkuð, snubbótt fyrir endann, brún eða grænleit (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin smá, þétt saman á 1,5–2,5 sm löngu axi sem stendur upp úr vatninu með fjórum fræflum og frævum. Axstilkurinn gildnar ekki neðan við axið (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst grasnykru. Fjallnykran þekkist á hinum löngu, snubbóttu kaflblöðum. Líkist einnig langnykru en fjallnykran þekkist á því hve kafblöðin mjókka jafnt að blaðfætinum.

Útbreiðsla - Fjallnykra (Potamogeton alpinus)
Útbreiðsla: Fjallnykra (Potamogeton alpinus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |