Langnykra (Potamogeton praelongus)

Mynd af Langnykra (Potamogeton praelongus)
Mynd: Hörður Kristinsson
Langnykra (Potamogeton praelongus)

Útbreiðsla

Hún er nokkuð víða um land á láglendi en hvergi algeng (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Djúpar tjarnir og stöðuvötn (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Mjög hávaxin vatnajurt (50–300 sm) með blómin í endastæðu axi og löng, hálfgreipfætt blöð. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin eru aflöng (10–20 sm), niðurbreið (1–2,5 sm), hálfgreipfætt og stilklaus, blaðrendurnar mjög fíntenntar eða heilar. Axlablöð himnukennd, löng (4–7 sm), grábrún að lit (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin smá, nakin, mörg saman í endastæðu axi sem er allt að 4 sm á lengd. Axstilkurinn jafngildur upp að axinu. Fræflar fjórir með áföstum grænbrúnum bleðlum sem líkjast blómhlíf. Frævur fjórar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist fjallnykru, langnykran þekkist best frá henni á hinum breiða fæti. Líkist einnig hjartanykru en langnykran hefur hlutfallslega mun lengri blöð.

Útbreiðsla - Langnykra (Potamogeton praelongus)
Útbreiðsla: Langnykra (Potamogeton praelongus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |