Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)

Mynd af Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)

Útbreiðsla

Algengur um allt land. Hann finnst á láglendi upp í um 500 m hæð en er lítið á miðhálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hann vex í tjörnum, vatnsfylltum síkjum og mógröfum. Hann vex ætíð í vatni og blöðin á yfirborði vatnsins en blómkollarnir rísa aðeins upp fyrir vatnsborðið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá vatnajurt (20–50 sm) með bandlaga blöð og hnöttótta blómkolla. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin eru flöt, bandlaga, 5–30 sm á lengd. Þau neðri lengri en þau efri, 2–3 mm breið og flýtur efri endi þeirra í vatnsyfirborðinu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einkynja í hnöttóttum kollum (brúsakollar) sem fljóta í yfirborðinu eða rísa aðeins upp. Karlblóm í þeim efstu sem falla snemma en kvenblóm í þeim neðri. Kvenkollarnir oftst tveir til þrír. Blómhlífarblöð himnukennd, brúnleit, lítið áberandi. Fræflar þrír í hverju karlblómi (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin egglaga, 2 mm löng. Sitja þétt saman á kollinum sem er með þroskuðum aldinum um 1 sm í þvermál (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist tjarnabrúsa og trjónubrúsa. Mógrafabrúsinn hefur minni kolla en trjónubrúsinn og styttri, trjónulaus aldin.

Útbreiðsla - Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)
Útbreiðsla: Mógrafabrúsi (Sparganium hyperboreum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |