Mynd: Hörður Kristinsson
Álftalaukur (Isoetes echinospora)
Útbreiðsla
Hann er dreifður víða um land á láglendi og lægri heiðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Vex að jafnaði á kafi í vatni, helst í grunnum eða djúpum tjörnum og stöðuvötnum, ýmist á töluverðu dýpi eða uppi við flæðarmál (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Mjög lágvaxin vatnajurt (4–8 sm) með mjó blöð í þéttri stofnhvirfingu.
Blað
Blöðin í þéttri stofnhvirfingu, upprétt, stinn, oddmjó, græn eða brúnleit ofan til en ljós um breiðan blaðfótinn. Blöðin vaxa upp af 5–15 mm breiðum, örstuttum, skífulaga stöngli (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Gróhirslurnar eru í blaðfætinum (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Ytri blöðin hafa smágöddótt, hnöttótt stórgró í hirslunum en þau innri hafa safn af örsmáum, ílöngum smágróum (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst vatnalauk, tjarnalauk og alurt. Álftalaukurinn þekkist frá tjarnalauk á gróhirslunum neðst í blaðfætinum, tjarnalaukurinn myndar blóm. Vatnalaukur hefur heldur lengri og stinnari blöð, breiðari í oddinn heldur en álftalaukurinn, eins er yfirborð gróa netkennt á vatnalauk en göddótt á álftalauk.
Útbreiðsla: Álftalaukur (Isoetes echinospora)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp