Vatnalaukur (Isoetes lacustris)

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–15 sm) með stinn blöð í stofnhvirfingu.

Blað

Blöð stinn, jafnbreið út að oddinum, dökkgræn og ógegnsæ (Lid og Lid 2005).

Aldin

Stórgróin hvítgrá (Lid og Lid 2005). Yfirborð gróanna er netkennt (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist mjög álftalauk en hefur lengri og stinnari blöð, breiðari í oddinn. Öruggast er að skoða yfirborð gróanna sem er netkennt á vatnalauk en göddótt á álftalauk.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Vatnalaukur (Isoetes lacustris)