Mynd: Hörður Kristinsson
Lyngjafni (Lycopodium annotinum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lyngjafni (Lycopodium annotinum)
Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur á landsvísu en nokkuð víða í ákveðnum landhlutum. Hann er algengastur á Vestfjörðum, Snæfellsnesi, við utanverðan Eyjafjörð og nyrst á Austfjörðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Bollar og snjódældir, einnig innan um lyng og hrís, aðeins á snjóþungum svæðum (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Lágvaxin jurt (8–15 sm) með jarðlæga stöngla og uppréttar, marggreindar, þéttblöðóttar greinar.
Blað
Jarðlægir stönglar sem eru oft 50 sm eða lengri, með uppréttar, marggreindar greinar. Blöðin 3–4 mm á lengd, kúpt utan, oftast með sljóum oddi, aðlæg með aðsveigðum jöðrum svo sprotarnir virðast grennri en á hinum jöfnunum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Gróhirslur í öxlum sérstakra gróblaða sem standa í gróöxum efst á uppréttum greinum. Gróblöðin flöt, oddmjó og breiðfætt, með óreglulega tenntum jaðri, hvert með eina gróhirslu í blaðöxlinni (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund.
Útbreiðsla: Lyngjafni (Lycopodium annotinum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp