Skollafingur (Huperzia selago)

Lýsing

Lágvaxin jurt (10–25 sm) með allgilda og stinna, þéttblöðótta stöngla.

Blað

Greinar nokkuð útstæðar. Blöð þunn, dökkgræn, útstæð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Gróhirslur alltaf til staðar um miðbik árssprota. Stundum einnig krans æxliknappa í toppi árssprota (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist mjög Huperzia arctica en hefur útstæðari blöð, er stórvaxnari, alltaf með gróhirslur um miðbik árssprota og stundum með krans af æxliknöppum á toppi árssprotanna að auki. Líkist einnig lyngjafna, skollafingurinn má þekkja á hinum dreifðu gróhirslum, á æxliknöppunum og á því að hann hefur aldrei eins langar renglur og lyngjafninn.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Skollafingur (Huperzia selago)