Fagurfífill (Bellis perennis)

Lýsing

Fremur lágvaxinn fífill (5–25 sm) með blöð í stofnhvirfingu og stök, hvít eða bleikleit blóm á blaðlausum stilkum (Lid og Lid 2005).

Blað

Stuttar jarðlægar renglur. Blöð lensu- eða spaðalaga, hárlaus eða lítillega hærð (Lid og Lid 2005).

Blóm

Körfur stakar á blaðlausum stönglum upp af stofnhvirfingunni. Körfur 15–30 mm breiðar. Einföld röð jaðarblóma, krónur hvítar eða bleikar. Hvirfilblómin tvíkynja með gular krónur. Tvöfalt lag svipaðra reifablaða (Lid og Lid 2005).

Aldin

Fræ án svifhárakrans (Lid og Lid 2005).

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Fagurfífill (Bellis perennis)