Grámygla (Gnaphalium uliginosum)

Útbreiðsla

Sjaldgæf, vex eingöngu á jarðhitasvæðum, aðallega á suðvesturlandi.

Vistgerðir

Leirflög eða mosabreiður við hveri og laugar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–12) með nokkrum blómum í þéttstæðum körfum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Stöngullinn marggreindur, þéttvaxinn hvítum lóhárum. Blöðin gagnstæð, lensulaga eða striklaga, þéttlóhærð, 10–25 mm löng, 2–4 mm breið, breiðust ofan til (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nokkur saman í litlum, þéttstæðum körfum með odddregnum reifablöðum sem eru himnukennd og brúnleit ofan til en græn með purpurarauðri rönd neðst. Krónupípan 1–1,5 mm á lengd, mjög grönn (0,1–0,2 mm), gulgræn að lit. Bikarinn ummyndaður í hárkrans (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist grámullu, grámyglan þekkist best á hinum marggreinda stöngli og að stofnstæðu blaðhvirfingarnar vantar.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Leirflög eða mosabreiður við hveri og laugar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Grámygla (Gnaphalium uliginosum)