Lýsing
Undafífill án blaðhvirfingar á blómgunartíma, stöngulblöð með mjóan grunn en stilklaus. Gular blómkörfur.
Blað
Plöntur án blaðhvirfingar á blómgunartíma. Grunnur stilklausra stöngulblaða mjór. Kirtilhár á reifum stutt, gul. Blöð oft samþjöppuð neðantil á stöngli en stundum jafndreifð, einkum á hávöxnum plöntum. Blöð heilrend eða óverulega smátennt, sjaldan greinilega tennt, oftast græn, stundum eitthvað rauðleit eða smávegis blettótt. Stöngulblöð oftast fimm til tólf (Bergþór Jóhannsson 2004).
Blóm
Reifar dökkar, frekar snubbóttar, snöggar en þó með nokkuð áberandi broddhárum, einkum á neðri hluta reifa. Stílar á þurrkuðum plöntum oftast gulir eða gulmórauðir, stundum mórauðir (Bergþór Jóhannsson 2004).
Aldin
Fræ með svifhárakransi.
Útbreiðsla: Skeggfífill (Hieracium pullicalicitum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp