Vinafífill (Hieracium stroemfeltii)

Lýsing

Undafífill með blaðhvirfingu og einu til þremur stöngulblöðum. Körfur smáar, kafloðnar, blómin gul.

Blað

Plöntur með blaðhvirfingu og oftast einu til þremur stöngulblöðum. Hvirfingblöð kringlótt eða egglaga, geta verið aflöng. Blaðka nokkuð vel afmörkuð frá stilk. Stilkur oft nokkuð langur og mjór. Blöð mjókka nokkuð snöggt niður að stilknum. Oftast smáar eða frekar smáar plöntur og séu þær hávaxnar eru þær fíngerðar. Stutt, gul kirtilhár auðfundin á blaðröndum. Blöð oftast tennt, sérstaklega neðan til, geta verið heilrend. Tennur geta verið nokkuð stórar og hvassar. Blöð stundum rauðleit (Bergþór Jóhannsson 2004).

Blóm

Körfur smáar eða frekar smáar, kafloðnar af löngum broddhárum. Á reifum er einnig fjöldi stuttra, gulra broddhára. Stílar á þurrkuðum plöntum svartir, stundum mórauðir. Stjarnhár aðeins neðst á körfum. Alloft er aðeins ein karfa á stöngli en þær geta verið tvær til fjórar, stundum jafnvel fleiri (Bergþór Jóhannsson 2004).

Aldin

Fræ með svifhárakransi.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Vinafífill (Hieracium stroemfeltii)