Dagstjarna (Silene dioica)

Útbreiðsla

Dagstjarna hefur verið ræktuð hér í görðum við bæi en slæðst frá þeim og vex allvíða við bæi og meðfram vegum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Dagstjarna hefur verið ræktuð hér í görðum við bæi en slæðst frá þeim og vex allvíða við bæi og meðfram vegum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (20–60 sm) með hærðum blöðum og sterkbleik blóm með belgmiklum bikar.

Blað

Stöngull oft rauður efst, dúnhærður eða svo gott sem hárlaus. Neðri blöð á löngum stilkum, miðblöð stuttleggjuð en þau efstu stilklaus (Lid og Lid 2005).

Blóm

Sérbýla. Bikar rauðbrúnn, 10–15 mm langur, uppblásinn hjá kvenplöntum en ekki karlplöntum. Krónublöð rauð, sjaldan hvít (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin 10–15 mm langt og stendur að lokum út úr bikarnum. Tíu útsveigðir flipar á fræhylkinu (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Dagstjarna hefur verið ræktuð hér í görðum við bæi en slæðst frá þeim og vex allvíða við bæi og meðfram vegum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Dagstjarna (Silene dioica)