Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf, finnst aðeins á Suður- og Suðvesturlandi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Einær, lágvaxin jurt (5–15 sm) með hvít blóm í kvíslskúfum.

Blað

Blöðin egglaga eða sporbaugótt, broddydd. Jurtin er ljósgræn, dúnhærð og kirtilhærð efst. Blöð breiðsporbaugótt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í kvíslskúfum, krónublöðin álíka löng eða lítið eitt lengri en bikarblöðin (Hörður Kristinsson 1998). Bikarblöðin með mjóum himnufaldi og löng hár í endann. Blómleggir styttri en bikarinn (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinin gláandi með sérkennilega gullgulum blæ (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Minnir á vegarfa eða músareyra. Blómin eru venjulega fleiri saman í þéttari kvíslskúfum, krónublöðin álíka löng eða lítið eitt lengri en bikarblöðin, aldinin gláandi með sérkennilega gullgulum blæ, blöðin breiðari, egglaga eða sporbaugótt, broddydd.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)