Hnúskakrækill (Sagina nodosa)

Útbreiðsla

Hnúskakrækill er algengur hvarvetna í byggð og á láglendi en lítið til fjalla eða inni á hálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Flög og vegkantar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Mjög lágvaxin jurt (3–8 sm) með striklaga blöð og hvít, fimmdeild blóm. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin gagnstæð, striklaga, 2–7 mm á lengd, broddydd. Stöngulblöðin styttri en stofnblöðin, með hnúsklaga smáblaðsprotum í blaðöxlunum sem auðveldlega falla af (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, 7–8 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, sporbaugótt, töluvert lengri en bikarblöðin sem eru sporbaugótt, græn. Fræflar tíu, ein fræva með fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blómin minna fljótt á litið á blóm skeggsanda sem hins vegar hefur jarðlæga sprota og breiðari, gljáandi blöð, hnúskakrækill þekkist á mjórri blöðum og á hnúskunum.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Flög og vegkantar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Hnúskakrækill (Sagina nodosa)