Skammkrækill (Sagina procumbens)

Útbreiðsla

Algeng um allt land, einkum þó á láglendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Lækjar– og áreyrar, sjávarbakkar, flagmóar, við uppsprettur og laugar. Vex oft í götum og á hálfgrónum jarðvegi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Mjög lágvaxin jurt (1,5–4 sm) með mjó blöð og lítil, græn blóm. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin gagnstæð, striklaga, broddydd, 3–5 mm á lengd, oft um 0,5 mm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru lítil, 2–2,5 mm í þvermál. Krónublöðin vantar oftst eða eru a.m.k. miklu styttri en bikarblöðin, hvít eða glær. Bikarblöðin fjögur, sjaldnar fimm, græn, sporbaugótt, um 2 mm á lengd, með mjóum, glærum himnufaldi. Fræflar venjulega fjórir til átta. Ein fræva með fjórum til fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Egglaga hýðisaldin. Þegar aldinið þroskast brettast bikarblöðin venjulega niður og verða útstæð (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst snækrækli og langkrækli. Skammkrækill hefur að jafnaði styttri blómleggi, fjórdeild blóm án krónublaða og bikarblöðin útstæð frá aldininu. Þessar tegundir eru erfiðar í greiningu fyrir blómgun, þá eru bikarblöðin aðlæg á báðum.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Lækjar– og áreyrar, sjávarbakkar, flagmóar, við uppsprettur og laugar. Vex oft í götum og á hálfgrónum jarðvegi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Skammkrækill (Sagina procumbens)