Snækrækill (Sagina nivalis)
Snækrækill (Sagina nivalis)
Útbreiðsla
Nokkuð algengur til fjalla og á hálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Flög til fjalla, lítt grónir vegkantar og deiglendi, oft mikið á rökum áreyrum. Hann er gjarnan með landnemum þar sem landi er raskað á hálendinu (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Mjög smávaxin jurt (2–3 sm) með mjó blöð og fjórdeild, hvít blóm. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Blöðin gagnstæð, lensulaga eða striklaga, broddydd. Stofnblöðin 5–12 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru fjórdeild. Krónublöðin hvít eða glær, heldur styttri eða á lengd við bikarblöðin sem eru breiðsporbaugótt, um 2 mm á lengd, grænleit með dökkfjólubláum himnujaðri. Fræflar átta. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Hýðisaldin með fjórum til fimm tönnum (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst langkrækli og skammkrækli. Snækrækillinn þekkist best frá þeim á dökkum faldi bikarblaðanna, einnig er hann allur dökkgrænni á litinn. Fjórdeild blómin greina hann ennfremur frá langkrækli og fjallkrækli sem báðir hafa fimmdeild blóm.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Thank you!