Snoðeyra (Cerastium alpinum)

Útbreiðsla

Ein útbreiddasta jurt landsins, mjög algeng bæði á láglendi og hæst til fjalla upp í 1500 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Malarjarðvegur, mólendi og þurrar brekkur.

Lýsing

Lágvaxin jurt (8–18 sm), allhærð og blómstrar hvítum blómum í maí–júní.

Blað

Jurtin öll gráleit af ullhárum, stöngullinn með gagnstæðum, 0,6–1,8 sm löngum og 3–6 mm breiðum blöðum. Blöðin oftast oddbaugótt eða lensulaga, stilklaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 1,5–2 sm í þvermál. Krónublöðin hvít, klofin í endann, þriðjungi til helmingi lengri en bikarblöðin, oftast fimm en stundum fleiri. Fræflar tíu. Ein fræva, oftast með fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Tannhýði með tíu tönnum (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Snoðeyra (Cerastium glabratum) er afbrigði af músareyra, nær alveg hárlaust nema í blaðgreipunum og með sérlega fíngerða, granna blómleggi.

Greining

Líkist einna helst vegarfa og fjallafræhyrnu. Músareyrað má þekkja frá vegarfa á stærri blómum og hlutfallslega lengri krónublöðum miðað við bikarblöðin. Fjallafræhyrnan er fagurgrænni og minna loðin, bikarbotninn breiðari niður og belgmeiri, aldinið breiðara. Eins er fjallafræhyrnu aðeins að finna hátt til fjalla.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Malarjarðvegur, mólendi og þurrar brekkur.

Biota

Tegund (Species)
Snoðeyra (Cerastium alpinum)