Stjörnuarfi (Stellaria crassifolia)

Útbreiðsla

Útbreiddur um allt land en oft lítið áberandi fyrr en síðsumars (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Vistgerðir

Deigt graslendi, vatnsbakkar eða þúfur í mýrlendi, einnig í grónum skurðum. Oft áberandi á tjarnabökkum eða í hólmum þar sem gæsir halda sig (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá jurt (15–30 sm) með gagnstæð blöð, hvít, fimmdeild blóm með klofnum krónublöðum. Blómgast í júlí.

Blað

Stönglar grannir. Blöðin gagnstæð, oddbaugótt eða lensulaga, oftast 6–12 mm á lengd og 2–4 mm á breidd, stundum stærri, nær stilklaus, hárlaus, ydd í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 7–10 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin klofin nærri niður í gegn svo þau virðast tíu. Bikarblöðin 3–4 mm á lengd, odddregin, himnurend. Fræflar tíu, ein fræva með þrem stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Seint á haustin myndar plantan oft þykkblöðótta, rauðmóleita æxliknappa á greinaendunum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst lágarfa, línarfa og akurarfa. Lágarfi er lágvaxnari og skriðulli, með þykkari blöð og sljóyddari bikarblöð. Línarfi er hávaxnari með minni blóm með krónublöðum sem eru miklu styttri en bikarblöðin. Ólíkt akurarfa er stjörnuarfi með minni blóm, græn og randháralaus háblöð, auk þess sem blöðin mjókka meir að blaðfætinum.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Deigt graslendi, vatnsbakkar eða þúfur í mýrlendi, einnig í grónum skurðum. Oft áberandi á tjarnabökkum eða í hólmum þar sem gæsir halda sig (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Stjörnuarfi (Stellaria crassifolia)