Burnirót (Rhodiola rosea)

Mynd af Burnirót (Rhodiola rosea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Burnirót (Rhodiola rosea)
Mynd af Burnirót (Rhodiola rosea)
Mynd: Hörður Kristinsson
Burnirót (Rhodiola rosea)

Útbreiðsla

Vex víða um land frá láglendi upp í 1000 m hæð. Burnirótin hefur eflaust verið mun útbreiddari áður fyrr en þolir illa stöðuga sauðfjárbeit og hefur því horfið af stórum svæðum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Burnirót hefur einnig gengið undir nöfnunum greiðurót, höfuðrót, svæfla og munnsviðarót og vísa þessi nöfn í eiginleika jurtarinnar ef hún er brúkuð (Ágúst H. Bjarnason 1994). Því var trúað að hún yki hárvöxt en til þess þurfti að bera burnirótarte í hár kvölds og morgna í nokkurn tíma. Að auki var holdsveikum ráðlagt á sínum tíma að nota burnirót sér til lækninga (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Þar sem hún hefur frið fyrir beit, vex hún í ræktarlegu mólendi og blómlendisbollum en þar sem beit er mikil finnst hún aðeins í klettum, torgengum gljúfrum eða hólmum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (10–30 sm) með mörg, þykk blöð upp eftir stilknum. Blómin mörg saman á stöngulenda, blómgast í júní.

Blað

Hliðarstönglar vaxa upp af gildum (hnöttóttum) jarðstöngli. Stöngullinn 2–6 mm gildur, þétt settur tungulaga eða öfugegglaga lauðblöðum. Blöðin venjulega ydd og stundum ofurlítið tennt í endann, 2–4 sm á lengd og 1–1,5 sm á breidd. Bæði stöngull og blöð hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa mörg saman í greinóttum skúf eða hálfsveip á stöngulendum. Blómin einkynja í sérbýli. Krónublöðin tungulaga, gul, 3–5 mm á lengd, bikarblöðin styttri. Karlblómin með átta fræflum og fjórum, vanþroska frævum. Kvenblómin með fjórum til fimm þroskalegum frævum, gulrauðum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin, 7–10 mm langt, með hliðbeygðri trjónu í endann (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Burnirót (Rhodiola rosea)
Útbreiðsla: Burnirót (Rhodiola rosea)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |