Helluhnoðri (Sedum acre)

Mynd af Helluhnoðri (Sedum acre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Helluhnoðri (Sedum acre)
Mynd af Helluhnoðri (Sedum acre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Helluhnoðri (Sedum acre)

Útbreiðsla

Útbreiddur um land þótt ekki sé hann alls staðar jafn algengur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Áður fyrr þótti helluhnoðraseyði gott við hlustarverk (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998). Eins þótti hann áður góður til inntöku (sem tíðkast ekki í dag) þar sem hann getur valdið uppköstum og niðurgangi og taldi fólk hann því góðan gegn harðlífi og slæmsku í maga svo dæmi séu tekin (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Helluhnoðrinn er notaður í lækningaskyni en einungis útvortis þar sem við inntöku getur hann valdið aukaverkunum á borð við uppsölur eða niðurgang. Hins vegar þykir hann góður gegn vörtum og líkþornum (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Helluhnoðri inniheldur m.a. beiskjuefni og slímefni (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Melar, skriður, áreyrar og klettar, oft þar sem áburðar gætir frá fuglum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Jarðlæg jurt sem myndar þéttar breiður, blöðin stutt og gild, blómin fagurgul. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin stutt (3–4 mm) og gild, nær sívöl, safarík, fagurgræn, þéttstæð á mörgum, stuttum blaðsprotum (Hörður Kristinsson 1998). Í næringarríkum jarðvegi verða sprotar helluhnoðrans grænir og vöxtulegir án þess að blómstra en í grýttum og rýrum jarðvegi roðna sprotarnir og blómstra ríkulega (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Blómin eru 1–1,5 sm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin odddregin, lensulaga, gul. Bikarblöðin stutt (3 mm), sporbaugótt, snubbótt í endann. Fræflar tíu, frævur fimm, hver um sig með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist skriðuhnoðra. Helluhnoðrinn þekkist einkum á hinum fjölmörgu blómlausu greinum eða blaðsprotum, hefur einnig stærri og litsterkari blóm með breiðari krónublöð.

Útbreiðsla - Helluhnoðri (Sedum acre)
Útbreiðsla: Helluhnoðri (Sedum acre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |