Skriðuhnoðri (Sedum annuum)

Mynd af Skriðuhnoðri (Sedum annuum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skriðuhnoðri (Sedum annuum)

Útbreiðsla

Algengastur í hlýrri sveitum landsins á Suður- og Vesturlandi, Austfjörðum og á miðju Norðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Skriður og klettar, einkum í brekkum móti sól (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Einær, mjög lágvaxin jurt (3–5 sm) með sívölum blöðum og gulum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Einær jurt. Blöðin 3–5 mm á lengd, þykk, sívöl, safarík, græn eða rauðleit. Lítið af blómlausum blaðsprotum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin um 5–9 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin gulleit, mjó, odddregin. Bikarblöðin styttri, snubbótt. Fræflar tíu. Frævur fimm, hver um sig með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst helluhnoðra. Skriðuhnoðrann má þekkja á minni blómum, mjórri krónublöðum og á því að hann hefur einfaldan, uppréttan stöngul en vantar hina fjölmörgu, blaðþéttu sprota sem einkenna helluhnoðrann.

Útbreiðsla - Skriðuhnoðri (Sedum annuum)
Útbreiðsla: Skriðuhnoðri (Sedum annuum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |