Flagahnoðri (Sedum villosum)

Mynd af Flagahnoðri (Sedum villosum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Flagahnoðri (Sedum villosum)

Útbreiðsla

Algengur í rökum flögum um allt land. Hann finnst frá láglendi upp í 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Flagahnoðri er gjarna kallaður meyjarauga (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Rök flög og blautar, leirkenndar lækjar- og áreyrar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Mjög lágvaxin jurt (3–8 sm) með stuttum, þykkum, rauðleitum blöðum og bleikum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Stöngullinn með stakstæðum, afar þykkum, safaríkum, mjóum, nær sívölum blöðum. Blöðin oftast rauðyrjótt að lit, 4–6 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 6–10 mm í þvermál, fimmdeild, nokkur saman efst á plöntunni. Krónublöðin bleik eða bleikrauð, odddregin, 5–7 mm á lengd. Bikarblöðin helmingi styttri, kirtilhærð. Fræflar tíu. Frævur fimm, með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin bjúglaga og opnast með hliðstæðri rifu í toppinn (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund, hinir hnoðrarnir hafa gul blóm og helluhnoðrinn hefur marga blaðsprota með þéttstæðum blöðum.

Útbreiðsla - Flagahnoðri (Sedum villosum)
Útbreiðsla: Flagahnoðri (Sedum villosum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |