Maríuvöndur (Gentianella campestris)

Útbreiðsla

Nokkuð algengur en er síður að finna inni á hálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Vistgerðir

Þurrar grundir, gilkinnungar og brekkur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (10–18 sm) með tiltölulega stórum, fjólubláum blómum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Stöngullinn stinnur, gáraður með upphleyptum strengjum, hárlaus, oft greindur ofan til. Blöðin egglaga til egglensulaga, oftast 2–3 sm á lengd, hárlaus, heilrend (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Krónan er pípulaga, um 2–2,5 sm á lengd, dökkfjólublá, krónufliparnir með hárkenndum ginleppum að innanverðu. Bikarinn klofinn djúpt niður, tveir ytri fliparnir breiðir (5–7 mm), þeir innri miklu mjórri. Fjórir fræflar, ein fræva með tvíklofnu fræni (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst engjavendi og grænvendi. Maríuvöndur er auðþekktur á tveim breiðum bikarblöðum, auk þess með fjólublárri blómum og áberandi fjólublámenguðum blöðum og stönglum.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Þurrar grundir, gilkinnungar og brekkur (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Maríuvöndur (Gentianella campestris)