Garðahjálmgras (Galeopsis tetrahit)
Garðahjálmgras (Galeopsis tetrahit)

Útbreiðsla
Fremur sjaldgæfur slæðingur, það er þó algengara suðvestanlands en annars staðar á landinu (Hörður Kristinsson 1998).
Búsvæði
Slæðingur í görðum og við bæi (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá planta (15–30 sm) með smáum, bleikum blómum í blaðöxlunum. Blómgast í júlí.
Blað
Stöngullinn ferstrendur, hærður. Blöðin gagnstæð, stilkuð, blaðkan egglaga til tígullaga, reglulega gróftennt, 2–5 sm á lengd, hærð báðum megin (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin standa í þyrpingum í blaðöxlum, einsamhverf. Krónan pípulaga, varaskipt, 12–18 mm á lengd, bogin ofan til, purpurarauð með hvítum hárum. Bikarinn klofinn til miðs eða dýpra í fimm, þornkennda brodda. Fræflar fjórir. Ein fræva í botni bikarsins (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið ferkleyft, í botni bikarsins (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist akurtvítönn og fleiri tvítönnum en þekkist frá þeim m.a. á grófari hæringu og oddhvassari blöðum.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Takk fyrir!