Varpatvítönn (Lamium amplexicaule)

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (10–30 sm), einær með purpurarauð blóm.

Blað

Stöngull grannur með langa stöngulliði. Blöð bogtennt eða flipótt, þau efstu legglaus, þétt saman og mynda líkt og gjörð utan um stöngulinn (Lid og Lid 2005).

Blóm

Bikarinn stuttur (5–7 mm) og með útstæð hár. Krónan purpurarauð (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist helst akurtvítönn. Varpatvítönn hefur kringluleitari blöð, þau efri stilklaus og feðma um stöngulinn.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Biota

Tegund (Species)
Varpatvítönn (Lamium amplexicaule)