Mýradúnurt (Epilobium palustre)

Mynd af Mýradúnurt (Epilobium palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýradúnurt (Epilobium palustre)

Útbreiðsla

Hún er algeng á láglendi um land allt en er sjaldan í meir en 500 m hæð til fjalla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mýrlendi innan um starir, skurðir og deiglendi (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá dúnurt (12–30 sm) með mjóum, gagnstæðum blöðum og bleikum blómum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Stöngullinn sívalur, nokkuð jafnhærður hringinn í kring. Blöðin gagnstæð, mjólensulaga, heilrend eða gistennt, 2–4 sm á lengd, 3–7 mm á breidd, a.m.k. þau efri lítið eitt hærð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru rauð, krónublöðin 7–9 mm á lengd. Bikarinn nokkru styttri, rauður eða grænn. Fræflar fjórir. Ein fjórblaða fræva með einu, óskiptu, kylfulaga fræni, frævan loðin (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 4–6 sm á lengd, klofnar í fjórar ræmur við þroskun. Fræin með hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Þekkist frá öðrum dúnurtum á mjóum, heilrendum blöðum og á heimkynnum sínum í mýrlendi, síður við lindir.

Útbreiðsla - Mýradúnurt (Epilobium palustre)
Útbreiðsla: Mýradúnurt (Epilobium palustre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |