Lindadúnurt (Epilobium alsinifolium)

Útbreiðsla

Algeng um allt land þar sem búsvæði hennar eru á annað borð til staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Við lindir og uppsprettur, fjallalæki og dýjavætur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá dúnurt (10–30 sm) með gagnstæðum blöðum og dökkbleikum, fjórdeildum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin gagnstæð, egglaga, dregin fram í odd, tennt, hárlaus, 2–3,5 sm á lengd og 1–2 sm á breidd. Stöngullinn strendur, með tveim hárrákum að endilöngu. Margar jarðlægar renglur með gulleitum, hreisturkenndum lágblöðum vaxa út frá stofni jarðstöngulsins (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru rauð, fjórdeild, 8–10 mm á lengd. Bikarinn helmingi styttri, rauður eða grænleitur. Fræflar átta. Ein fjórblaða, hárlaus fræva undir blómhlífinni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Við þroskun verður aldinið 3–7 sm langt og klofnar í fjórar ræmur. Fræin eru með hvítum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún líkist nokkuð heiðadúnurt en hefur stærri blóm og stærri og oddhvassari, dökkgrænni laufblöð en hún. Auk þess hefur hún venjulega jarðrenglur með hreisturkenndum blöðum. Blómin eru lík og á mýradúnurt en blöð hennar eru miklu mjórri.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Við lindir og uppsprettur, fjallalæki og dýjavætur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Lindadúnurt (Epilobium alsinifolium)