Sigurskúfur (Chamerion angustifolium)

Mynd af Sigurskúfur (Chamerion angustifolium)
Mynd: Hörður Kristinsson
Sigurskúfur (Chamerion angustifolium)

Útbreiðsla

Stórvaxin dúnurt sem vex mest í klettum eða í bröttum, sólríkum brekkum. Einnig kann sigurskúfurinn vel við sig í skóglendi ef hann kemst í það. Þegar hann vex í þurrum, ófrjóum brekkum er hann venjulega dvergvaxinn og blómstrar þar ekki (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Nytjar

Sigurskúfur er notaður við bólgu í meltingarvegi en útvortis er jurtin græðandi og mýkjandi. Að auki má nota blöð hans sem salat og unga stöngla sem spergil (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Sigurskúfur inniheldur m.a. slímefni, barksýrur og ýmis sölt (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Vex oft sem slæðingur í grennd við bæi. Finnst einnig villtur í klettum eða skóglendi, þar blómstrar hann gjarna seint.

Lýsing

Stórvaxin planta (30–70 sm) með blöðóttum stilkum og mörgum, bleikum blómum. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Vex oft í þéttum breiðum og skríður með jarðsprotum. Blöðin gagnstæð, lensulaga, heilrend eða ógreinilega tennt, hárlaus, 4–12 sm á lengd og 1–2 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru mörg í löngum klasa, fjórdeild, um 2 sm í þvermál. Krónublöðin rauð, öfugegglaga. Bikarblöðin dökkrauð, lensulaga, loðin. Fræflar átta talsins. Frævan undir blómhlífinni, löng og dúnhærð (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Í þurrum mögrum brekkum móti suðri er hann stundum dvergvaxinn, myndar 10–20 sm langa blaðsprota og blómstrar þá ekki enda í eðli sínu áburðarfrek jurt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Auðþekktur frá öðrum íslenskum tegundum á hinum löngu, stórblóma klösum með fjórdeildum blómum.

Útbreiðsla - Sigurskúfur (Chamerion angustifolium)
Útbreiðsla: Sigurskúfur (Chamerion angustifolium)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |