Græðisúra (Plantago major)

Mynd af Græðisúra (Plantago major)
Mynd: Hörður Kristinsson
Græðisúra (Plantago major)

Útbreiðsla

Vex allvíða um sunnan- og vestanvert landið. Á norðanverðu landinu sést græðisúra lítið nema við volgar uppsprettur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Við laugavætlur eða á jarðhitasvæðum. Slæðingur í þéttbýli, götum og hlaðvörpum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin planta (5–30 sm) með stór, bogstrengjótt blöð og blóm í löngu axi. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Blöðin stofnstæð, langstilkuð. Blaðkan egglaga eða oddbaugótt, nær heilrend, bogstrengjótt, 2,5–10 sm löng og 2–8 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin smá og ósjáleg, þétt saman í 2–12 sm löngu axi. Krónan móleit með oddmjóum flipum. Bikarblöðin fjögur, snubbótt, græn, himnurend. Fræflar fjórir. Ein fræva (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Baukaldin sem opnast með þverskoru við þroskun (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Oft dvergvaxin á jarðhitasvæðum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist einna helst selgresi sem er hávaxnara, hefur lengri og mjórri blöð og styttri blómskipan.

Útbreiðsla - Græðisúra (Plantago major)
Útbreiðsla: Græðisúra (Plantago major)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |