Kattartunga (Plantago maritima)
Kattartunga (Plantago maritima)
Útbreiðsla
Hún er algeng allt í kring um landið (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Klettar, bæði við sjó og lengra inni í landi, deigir árbakkar, sjávarfitjar (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Fremur lágvaxin planta (5–30 sm) með striklaga blöð og löng blómöx. Blómgast í júní.
Blað
Stöngullinn aðhærður, blaðlaus. Blöðin í stofnhvirfingu, striklaga eða ofurlítið rennulaga, þykk, 3–5 mm breið, 10–20 sm löng, oftast stutthærð en stundum hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin smá og ósjáleg, fjórdeild, í alllöngu axi á stöngulendanum. Krónupípan ljósgrænleit, hærð, krónufliparnir fjólubláleitir með breiðum himnufaldi. Bikarblöðin græn, himnurend. Fræflar fjórir með gulum frjóhirslum. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aflangur baukur, um 2–3 mm langur, opnast með þverrifu (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Takk fyrir!