Mynd: Hörður Kristinsson
Steindepla (Veronica fruticans)
Útbreiðsla
Algeng um allt land frá láglendi upp í um 800 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Hún vex gjarnan í gilbrekkum, skriðum, klettabeltum, melum og mólendi, einkum móti sól (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Lágvaxin jurt (6–8 sm) með snubbóttum blöðum og heiðbláum blómum. Blómgast í júní.
Blað
Stöngullinn blöðóttur með örstuttum hárum ofan til, blöðin oddbaugótt eða langöfugegglaga, snubbótt, með örstuttum randhárum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru um 1 sm í þvermál, í blómfáum klasa. Krónan virðist í fljótu bragði lausblaða en er þó samvaxin neðst, dettur af fullþroska blómum í heilu lagi. Krónublöðin fjögur, misstór, dökkblá en hvít neðst við nöglina og með rauðu belti. Fræflar tveir með hvítum frjóknöppum. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst fjalladeplu en steindeplan hefur stærri og flatari krónu, þekkist einnig á rauða beltinu innst í blóminu, minni og snoðnari blöðum. Þekkist á fjórdeildum blómum frá bæði blástjörnu og dýragrasi.
Útbreiðsla: Steindepla (Veronica fruticans)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp