Mynd: Hörður Kristinsson
Lækjadepla (Veronica serpyllifolia)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lækjadepla (Veronica serpyllifolia)
Útbreiðsla
Hún er algeng um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Meðfram lækjum, í skurðum og í deigu graslendi (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Lágvaxin jurt (10–20 sm) með blöðóttum stöngli og litlum, fölbláum blómum með dökku munstri. Blómgast í júní.
Blað
Stöngullinn gisblöðóttur. Blöðin gagnstæð, sporbaugótt eða egglensulaga, stuttstilkuð eða stilklaus, ógreinilega tennt eða nær heilrend, oftast hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru mörg í löngum, gisnum klasa, 3–5 mm í þvermál. Krónublöðin mjög ljósblá, oft nærri hvít með bláum æðum. Bikarblöðin græn, nær hárlaus, snubbótt. Fræflar tveir. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Aldinið er öfughjartalaga (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Hún er auðþekkt frá öðrum deplum á hinum ljósbláu, nær hvítu blómum.
Útbreiðsla: Lækjadepla (Veronica serpyllifolia)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp