Hófsóley (Caltha palustris)

Mynd af Hófsóley (Caltha palustris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hófsóley (Caltha palustris)
Mynd af Hófsóley (Caltha palustris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hófsóley (Caltha palustris)
Mynd af Hófsóley (Caltha palustris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hófsóley (Caltha palustris)

Útbreiðsla

Hófsóley er algeng á láglendi um allt land, lítið á hálendinu, nær þó stundum upp í 300–400 m inni á heiðum. Hæst fundin við jarðhita í 600 m hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum, í köldum jarðvegi hæst í 540 m hæð við Hágöngur í Vopnafirði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Hófsóley hefur gengið undir mörgum nöfnum, má þar nefna hófgresi, hófblaðka, dýjasóley, lækjasóley og kúablóm. Síðasta nafnið kann að vera dregið af því að er hófsóleyin byrjar að blómstra á vorin skal hleypa kúnum út (Ágúst H. Bjarnason 1994). Eins þótti tímabært að hefja heyskap er hófsóley felldi blöð sín (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Nytjar

Blómhnappar hófsóleyjar eru góðir til átu og gefa að auki gulan lit þegar þeir eru soðnir í vatni með álúni (Ágúst H. Bjarnason 1994). Eins er tegund þessi verkjastillandi, slímlosandi og linar krampa. Fersk blóm hafa verið notuð til að vinna á vörtum. Hafa ber í huga að fersk getur hófsóley verið mjög ertandi og valdið eitrun! Við þurrkun eða suðu eyðieggjast hin ertandi efni sem í henni eru (prótóanemónín) (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Hófsóley inniheldur m.a. efnin prótóanemónín, flavona, karótín og barksýrur (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Skaðsemi

Hafa ber í huga að fersk getur hófsóley verið mjög ertandi og valdið eitrun! Við þurrkun eða suðu eyðieggjast hin ertandi efni sem í henni eru (prótóanemónín) (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Vex einna helst í brautarskurðum, meðfram lækjum og í síkjum en einnig í mýrum, vatnsfarvegum og keldum.

Lýsing

Hófsóley hefur dökkgræn, hóflaga laufblöð og verður um 15–30 sm á hæð. Hún blómstrar mörgum, stökum, heiðgulum, fimmdeildum blómum í maí–júní.

Blað

Blöðin stakstæð á stönglinum og stofnstæð. Blaðkan stór, 3–8 sm í þvermál, hóflaga, bogtennt, hárlaus. Stofnblöðin og neðri stöngulblöðin langstilkuð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru stór, 3–4 sm í þvermál, fagurgul. Blómhlífin einföld, krónublöðin fimm. Fræflar margir og með gulum frjóhnöppum. Margar frævur í miðju blóminu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinin eru 7–8 mm löng belghýði með ofurlítilli trjónu, hvert með nokkrum fræjum.

Greining

Auðþekkt frá öðrum sóleyjum á hóflaga blöðum, einfaldri blómhlíf og fleiri en einu fræi í aldini.

Útbreiðsla - Hófsóley (Caltha palustris)
Útbreiðsla: Hófsóley (Caltha palustris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |