Brennisóley (Ranunculus acris)

Mynd af Brennisóley (Ranunculus acris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Brennisóley (Ranunculus acris)
Mynd af Brennisóley (Ranunculus acris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Brennisóley (Ranunculus acris)

Útbreiðsla

Mjög algeng um allt land, bæði á láglendi og allhátt til fjalla. Í fjalllendi finnst hún oft upp í 900 m hæð, hæst fundin á Litlahnjúk við Svarfaðardal í 1100 m (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Brennisóley hefur einnig verið nefnd túnsóley enda mjög algeng í túnum (Ágúst H. Bjarnason 1994). Í krónublöðum brennisóleyjarinnar eru mjög beisk efni og forðast sum beitardýr hana af þeim sökum. Því standa brennisóleyjar oft einar eftir í hrossahögum (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Fyrr á dögum var sagt gott að sjóða sóley í mjólk úr geldmjólkri kú til að gefa sjúkum að drekka (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998). Eins voru blómin notuð til að brenna burtu vörtur (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Brennisóley hefur verið notuð í bakstra til að leggja við gigt, verki í baki, liðum og höfði (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Brennisóley er eitruð jurt. Hún inniheldur m.a. virka efnið animónól (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Skaðsemi

Brennisóley er eitruð jurt. Hún inniheldur m.a. virka efnið animónól (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Hún vex mikið í gömlum túnum, högum, hlaðvörpum, graslendi og blómgresisbollum og vel grónum fjallahlíðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (15–40 sm) með handskiptum blöðum og gulum, fimmdeildum blómum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blöðin stakstæð, stilkuð, loðin, djúpt handskipt í þrjá til fimm hluta sem hver um sig er djúpskertur í þrjá sepótta flipa (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild, 2–2,5 sm í þvermál. Krónublöðin gljáandi, venjulega ávöl eða þver í endann. Bikarinn einfaldur, bikarblöðin loðin með breiðum himnufaldi. Margir fræflar. Margar frævur (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Einfræja hnetur (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist skriðsóley, sifjarsóley og gullmuru. Gullmuran þekkist glögglega á blaðgerðinni og utanbikarnum. Skriðsóley hefur þrískipta blöðku með greinilega stilkað endasmáblað. Sifjarsóley hefur mjög fjölbreytilega blaðlögun, nýrlaga stofnblöð en efstu blöðin eru skipt í nokkra striklaga eða Y-laga flipa.

Útbreiðsla - Íslandssóley (Ranunculus acris)
Útbreiðsla: Íslandssóley (Ranunculus acris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |