Mynd: Hörður Kristinsson
Flagasóley (Ranunculus reptans)
Útbreiðsla
Algeng um land allt (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Blaut flög, flæður, leirefja meðfram tjörnum og í tjarnabotnum, einkum þeirra sem þorna á sumrin (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Jarðlæg planta (rís um 5 sm frá jörðu), blöð striklaga eða lensulaga, blómin gul og fimmdeild. Blómgast í júlí.
Blað
Stöngullinn skriðull með bogsveigðum liðum sem skjóta rótum á liðamótum. Blöðin í hvirfingu á liðamótunum, heilrend, mjó og striklaga, hárlaus, oft breiðari í endann með lensulaga blöðkum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru um 1 sm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin gul, öfugegglaga, ávöl í endann. Bikarblöðin töluvert styttri, gulgræn, falla fljótt af. Fræflar allmargir (15–20), frævur einnig margar (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst efjugrasi og trefjasóley. Efjugrasið skríður ekki og er auðþekkt á blómunum. Trefjasóley þekkist á minni, þrídeildum blómum og annarri blaðgerð.
Útbreiðsla: Flagasóley (Ranunculus reptans)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp