Fjallasmári (Sibbaldia procumbens)

Útbreiðsla

Algengur til heiða og fjalla á öllu landinu. Á láglendi finnst hann aðeins þar sem snjóþungt er (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Hann vex í dældum þar sem snjór liggur lengi fram eftir vetri og vori og deilir gjarnan því svæði með grámullu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–10 sm) með þrífingruðum blöðum og þrítenntum smáblöðum. Blómstrar gulum blómum í júní.

Blað

Stöngullinn jarðlægur, sterklegur. Blöðin stilklöng, gishærð, þrífingruð, hvert smáblað þrítennt í endann, sjaldnar með fjórar til fimm tennur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 5–7 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin ljósgul, mjó og tungulaga, styttri en bikarblöðin sem eru græn og odddregin með mjóum utanbikarflipum á milli. Fræflar fimm, frævur oft 8–20 talsins (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Hann vex í dældum þar sem snjór liggur lengi fram eftir vetri og vori og deilir gjarnan því svæði með grámullu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Fjallasmári (Sibbaldia procumbens)