Loðvíðir (Salix lanata)

Útbreiðsla

Loðvíðirinn er algengur um allt land allt upp í 900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Gengur einnig víða um land undir nafninu „grávíðir“, en í flestum plöntubókum er það nafn notað yfir fjallavíði (Salix arctica) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Nytjar

Sums staðar, t.d. á Hólsfjöllum, var hann sleginn áður fyrr og myndaði meginuppistöðu í svonefndu laufheyi (Hörður Kristinsson 1998).

Vistgerðir

Móar, hlíðar og bakkar, einkum þar sem sendið er, hann er oft einkennisjurt fyrir sendnar víðiflesjur, einkum í hálendari sveitum móbergssvæðisins (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhár runni (0,5–2 m) með kafloðnum, breiðum blöðum og aflöngum reklum. Blómgast í maí.

Blað

Runni með kafloðnum, oddbaugóttum eða egglaga, fjaðurstrengjóttum, 3–5 sm löngum og 1,5–2,5 sm breiðum blöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einkynja í alllöngum reklum (2,5–8 sm). Karlreklar með langhærðum rekilhlífum og fræflum með fagurgulum frjóhirslum. Kvenreklarnir þroskast seinna, rekilhlífarnar stuttar með löngum hvítum hárskúf en frævan eða aldinið grænt eða gulgrænt, topplaga og hárlaust (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið grænt eða gulgrænt, topplaga og hárlaust (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Víðitegundirnar mynda oft kynblendinga sem erfitt er að greina (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist grávíði. Hreinn loðvíðir er auðþekktur á hinum hárlausu aldinum, hefur oftast loðnari og breiðari blöð en grávíðir. Blómlausar plöntur er best að þekkja á smáum axlablöðum sem eiga að vera auðsæ á fulllaufguðum greinum. Þau vantar oftast á grávíði.

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007

Móar, hlíðar og bakkar, einkum þar sem sendið er, hann er oft einkennisjurt fyrir sendnar víðiflesjur, einkum í hálendari sveitum móbergssvæðisins (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Loðvíðir (Salix lanata)