Mynd: Hörður Kristinsson
Stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris)
Útbreiðsla
Algengur um allt land frá láglendi upp í 1000 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Hann vex við lindir, læki, uppsprettur, í dýjum eða flögum og á áreyrum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).
Lýsing
Lágvaxin jurt (3–15 sm) með blöðin í stofnhvirfingu og falleg, hvít blóm með gulum blettum á stöngulendum. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Stöngullinn blaðlaus, gishærður. Blöðin stofnstæð, 1,5–2,5 sm á lengd, odddregin og gróftennt framan til, ofurlítið gishærð (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru 1–1,4 sm í þvermál, með stjörnulögun. Krónublöðin oddbaugótt til lensulaga, gisstæð, hvít með tveim gulum dílum neðst að innanverðu. Bikarblöðin 3–4 mm löng, rauðleit í oddinn á neðra borði. Fræflar tíu, frjóhirslur rauðgular. Frævan klofin efst, ljósgulgræn eða dökkrauð (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst hreistursteinbrjóti sem vex aðeins hátt til fjalla, hefur mjórri blöð og blómgast venjulega ekki en myndar þyrpingu dökkmóleitra æxlikorna.
Útbreiðsla: Stjörnusteinbrjótur (Saxifraga stellaris)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp