Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia)
Vetrarblóm (Saxifraga oppositifolia)


Útbreiðsla
Fremur algengt um allt land, frá láglendi upp fyrir 1500 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Almennt
Vetrarblóm er einnig kallað vetrarsteinbrjótur, snjóblómstur, lambablóm og lambarjómi. Te af jurtinni ku vera gott gegn nýrnasteinum og til að leiða tíðir kvenna (Ágúst H. Bjarnason 1994).
Búsvæði
Klettar, melar og rindar (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Jarðlæg planta með ferstrendum stönglum og hlutfallslega stórum, bleikum blómum. Blómgast í apríl–maí.
Blað
Sprotarnir eru jarðlægir, 5–20 sm á lengd. Blöðin krossgagnstæð, stutt og afar þétt, því sýnast sprotarnir vera ferstrendir. Laufblöðin 3–4 mm, öfugegglaga, frambreið, íhvolf, þykk, sígræn, randhærð, með hvítri kalkholu í endann (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin eru 10–15 mm í þvermál, fimmdeild. Krónan lausblaða, rauð eða rauðfjólublá. Bikarblöðin snubbótt, 4–5 mm löng, með randhárum. Fræflar tíu. Frævan bleik, klofin í tvennt ofan til með tveim stílum (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst lambagrasi en vetrarblóm þekkist á ferstrendum blaðsprotum og klofinni frævu.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Takk fyrir!