Smánetla (Urtica urens)
Smánetla (Urtica urens)
Búsvæði
Vex einkum í fjörum og görðum (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Meðalhá planta (10–50 sm) með egglaga, ljósgrænum blöðum og löngum brennihárum, blómin tvíkynja.
Blað
Einær. Stöngull oftast greinóttur. Blöð ljósgræn, egglaga, gróftennt til flipuð með endatönn sem er jafnlöng hinum. Mörg, löng brennihár en fá, venjuleg, stutt hár (Lid og Lid 2005).
Blóm
Blómin tvíkynja (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist brenninetlu en smánetla er minni jurt með tvíkynja blómum og minni, kringlóttari blöð sem eru með grófari og útstæðari tönnum.
Útbreiðsla: Smánetla (Urtica urens)
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Aftur upp
Takk fyrir!