Mynd: Hörður Kristinsson
Vatnamari (Myriophyllum sibiricum)
Útbreiðsla
Sjaldgæfur, algengastur á Norðurlandi, t.a.m. er mikið af honum í Mývatni (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Vex á kafi í vatni, oft í stórum stöðuvötnum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Lýsing
Hávaxin vatnaplanta (20–150 sm) með tálknblöð og fremur langa stöngulliði.
Blað
Stöngull þykkur og ljós með 2–3 sm langa stöngulliði, oft lengri en blöðin. Blaðsepar gagnstæðir, oft nokkuð rauðleitir, fjórir til tíu á hvorri hlið. Blöðin leggjast ekki saman líkt og pensilbursti er þau eru tekin upp úr vatninu (Lid og Lid 2005). Aðlæg blöð neðan til á stönglinum (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst síkjamara. Vatnamari er heldur grófari og með lengri tálknblöð, og þekkist einnig á aðlægum blöðum neðan til á stönglinum. Hann vex einnig í heldur dýpra vatni en síkjamarinn, oft í stórum stöðuvötnum, meðal annars mikið í Mývatni.
Útbreiðsla: Vatnamari (Myriophyllum sibiricum)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp