Mynd: Hörður Kristinsson
Skeggburkni (Asplenium septentrionale)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skeggburkni (Asplenium septentrionale)
Útbreiðsla
Afar sjaldgæfur á Íslandi, aðeins fundinn á einum stað. Hann vex í skoru í einum kletti á Norðurlandi og eru aðeins tvær plöntur í skorunni (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Þurrar klettaskorur.
Lýsing
Lágvaxinn burkni (10–15 sm), blöðin gaffalskipt með striklaga flipum.
Blað
Blöð gaffalskipt með fáum, striklaga flipum. Fliparnir með nokkrum tönnum á endanum. Blaðstilkar grænir, blöð dökkgræn (Lid og Lid 2005).
Blóm
Gróblettirnir renna saman og þekja allt neðra borðið, dökkbrúnir (Lid og Lid 2005).
Greining
Hann er auðþekktur frá öllum öðrum burknum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Válisti
CR (tegund í bráðri hættu)
Ísland |
Heimsválisti |
---|
CR |
NE |
Forsendur flokkunar
Skeggburkni hefur aðeins fundist á einum stað á norðanverðu landinu en þar fannst hann um 1960. Lengi uxu tvær plöntur í lítilli skoru í kletti en þegar burknans var vitjað árið 2014 fannst þriðja plantan nærri hinum tveimur.
Viðmið IUCN: D
D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu
D. Fjöldi fullþroska einstaklinga færri en 50
Fjöldi fullþorska einstaklinga 3.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2008: Skeggburkni er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).
Válisti 1996: Skeggburkni er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).
Verndun
Útbreiðsla: Skeggburkni (Asplenium septentrionale)
Höfundur
Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp