Svartburkni (Asplenium trichomanes)

Útbreiðsla

Svartburkninn er afar sjaldgæfur, finnst aðeins á þrem stöðum á landinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Smávaxinn burkni (8–16 sm) með fjöðruðum blöðum og tennt, egglaga smáblöð.

Blað

Blöðin einfjöðruð. Blaðkan 5–10 sm á lengd, 7–12 mm á breidd. Hliðarsmáblöðin egglaga, tennt, 4–5 mm á lengd. Blaðstilkurinn dökkbrúnn eða nær svartur og sömuleiðis miðstrengur blaðsins (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróblettir smáir, fjórir til átta á hverju smáblaði. Gróhulan fest til hliðar við gróblettinn, himnukennd, vel þroskuð og stendur lengi (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist klettaburkna en grænn miðstrengur hans greinir hann frá (Hörður Kristinsson 1998).

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandHeimsválisti
EN NE

Forsendur flokkunar

Svartburkni flokkast sem tegund í hættu þar sem stofninn er talinn lítill og telji færri en 250 fullþroska einstaklinga. Þekktir eru fjórir fundarstaðir á sunnan og suðaustanverðu landinu.

Viðmið IUCN: D

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Svartburkni er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Válisti 1996: Svartburkni er á válista í hættuflokki EN (í hættu).

Verndun

Svartburkni er friðaður samkvæmt auglýsingu nr. 184/1978 um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda.

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Klettaskorur (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Svartburkni (Asplenium trichomanes)