Mynd: Hörður Kristinsson
Þrílaufungur (Gymnocarpium dryopteris)
Útbreiðsla
Hann er algengur á Vesturlandi, í útsveitum Miðnorðurlands og á Austfjörðum, fremur fátíður annars staðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Mest sem undirgróður í skóglendi og lyngi eða í hraunsprungum.
Lýsing
Fremur lágvaxinn burkni (10–30 sm) með tví- til þrífjaðraða blöðku.
Blað
Láréttur jarðstöngull með afar grönnum og fínlegum blaðstilkum. Blaðkan tví- til þrífjöðruð. Blaðstilkurinn gisflosugur neðan til. Smáblöðin fínstilkuð, neðsta smáblaðparið langstærst, hvort blað um sig oft ekki mikið minna en öll hin smáblöðin til samans svo blaðkan lítur út eins og skipt í þrjár minni blöðkur. Smáblöð annarrar gráðu fjöðruð eða fjaðurskipt, með ávölum endatönnum (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Gróblettirnir kringlóttir, engin gróhula (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist engri annarri íslenskri tegund, þekkist frá öðrum burknum á áberandi þrískiptingu blöðkunnar.
Útbreiðsla: Þrílaufungur (Gymnocarpium dryopteris)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp