Mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii)

Mynd af Mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii)

Útbreiðsla

Aðeins fundinn á einum stað á Suðurlandi (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Rakir, skuggsælir klettaveggir (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Örsmár (5–10 sm) og afar fíngerður burkni.

Blað

Afar fíngerður burkni, vex í þéttum breiðum. Blöðin græn, 2–3 mm löng, þunn og himnukennd með dökkum miðstreng. Blaðstilkarnir hárfínir og standa upp af láréttum jarðstöngli (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Blöðin kvíslgreind, aðeins eitt frumulag að þykkt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Gróblettirnir eru á brún blaðflipanna og tveir blaðsepar sveigjast yfir þá sem hlíf (Lid og Lid 2005).

Válisti

CR (tegund í bráðri hættu)

Ísland Heimsválisti
CR LC

Forsendur flokkunar

Mosaburkni hefur einungis fundist á einum fundarstað á sunnanverðu landinu og hefur tegundin ekki fundist þar nýlega þrátt fyrir leit.

Viðmið IUCN: A4; B1+2ab(ii,v); C1+2a(i); D

A. Fækkun í stofni (á síðustu 10 árum eða 3 kynslóðum eftir því hvort er lengra) samkvæmt:
A4. Fækkun (samkvæmt athugun, áætlun, ályktun eða grun) þar sem tímabilið inniheldur bæði fortíð og framtíð (allt að 100 árum fram í tímann) og þar sem fækkunin hefur ekki stöðvast EÐA eru ekki þekktar EÐA eru ekki afturkræfar samkvæmt;
(a) beinni athugun

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100
B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til að:
a. Útbreiðsla stofns er mjög slitrótt eða takmörkuð við aðeins einn stað.
b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi tveggja þátta;
(ii) dvalar- eða vaxtarsvæðis,
(v) fjölda fullþroska einstaklinga.

C. Stofn talinn minni en 250 fullþroska einstaklingar og:
C1. Stofn talinn hafa minnkað samfellt um að minnsta kosti 25% á þremur árum eða einni kynslóð, hvort heldur spannar lengri tíma (allt að 100 árum fram í tímann) og
C2. Fullþroska einstaklingum hefur fækkað samfellt samkvæmt athugun, áætlun eða ályktun OG:
(a) Stofngerð þannig að;
(i) enginn undirstofn sé talinn stærri en 50 fullþroska einstaklingar.

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Mosaburkni er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Válisti 1996: Mosaburkni er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Verndun

Útbreiðsla - Mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii)
Útbreiðsla: Mosaburkni (Hymenophyllum wilsonii)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |