Mynd: Hörður Kristinsson
Langkrækill (Sagina saginoides)
Útbreiðsla
Algeng um allt land, mest þó á hálendinu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Grónir bollar, gilbrekkur, eyrar og flög (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Mjög lágvaxin jurt (3–6 sm) með mjóum blöðum og litlum, hvítum, fimmdeildum blómum. Blómgast í júní.
Blað
Ljósgræn, hárlaus jurt. Laufblöðin gagnstæð og í stofnhvirfingu, striklaga, 4–10 mm löng og minna en 1 mm breið, broddydd.
Blóm
Blómin 4–5 mm í þvermál, oftast fimmdeild, opnast aðeins í sólskini. Krónublöðin hvít, jafnlöng bikarblöðunum sem eru snubbótt og himnurend. Fræflar tíu. Frævan með fjórum til fimm stílum (Hörður Kristinsson 1998).
Aldin
Fimmtennt, egglaga hýði (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst skammkrækli en langkrækill þekkist á fimmdeildum blómum, útbreiddum í sólskini, bikarblöðin lykja oftast þétt að aldininu þegar það er þroskað, blómleggir oftast lengri.
Útbreiðsla: Langkrækill (Sagina saginoides)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp