Skjaldburkni (Polystichum lonchitis)

Mynd af Skjaldburkni (Polystichum lonchitis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skjaldburkni (Polystichum lonchitis)

Útbreiðsla

Víða um land þar sem snjóþungt er en getur ekki talist algengur (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Hann vex í snjódældabollum, gilskorningum, grjóturð eða jafnvel í hraunsprungum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhár burkni (12–30 sm) með stinn, sígræn, fjöðruð og skarptennt blöð.

Blað

Blöðin vaxa upp af sterkum jarðstöngli, sígræn, fjöðruð, með 20–40 skarptenntum smáblöðum sem eru skakktígullaga, 1–1,5 sm á lengd, lengst um miðju blöðkunnar. Öll blöðin eins (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróblettir í tveim röðum neðan á smáblöðunum, einkum á efri enda blöðkunnar. Gróhula yfir blettunum meðan þeir eru enn ungir (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist skollakambi en er auðþekktur frá honum á tenntum smáblöðum.

Útbreiðsla - Skjaldburkni (Polystichum lonchitis)
Útbreiðsla: Skjaldburkni (Polystichum lonchitis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |