Miliolida

Lýsing

Postulínsgötungar koma fyrst fram í jarðsögunni á kolatímanum, fyrir um 359 milljón árum. Skráðar núlifandi tegundir postulínsgötunga eru 1825 og þar af er vitað um 53 á Íslandsmiðum. Skeljar af sumum þessara tegunda mynda verulegan hluta af botnset sjávar. Til dæmis eru skeljar tegundarinnar Pyrgo sarsi, í mikilli mergð á sjávarbotninum djúpt norður af landinu, en algeng stærð hverrar skeljar er kringum 1 mm í þvermál. 

Sameiginleg sérkenni allra tegunda innan þessa hóps er að skelin er samsett úr tveimur eða fleiri smáhólfum af ýmsum gerðum, þar sem hvert smáhólf er að uppruna umbreytt úr hringundinni slöngulaga skel. Algengast er að efnið í skelinni samanstandi af örsmáum kalknálum og flögum, sem eru minni en 2 µm. Skeljarnar hafa svipaða áferð og postulín: þær eru ógangsæjar, gljáandi hvítar og oft með gulleitum blæ. Meðal nokkurra tegunda, t.d. Quinqueloculina agglutinans er skelin gerð úr samanlímdum sandkornum úr kalkkenndu sementi, en að öðru leyti er skeljabyggingin eins og þekkist meðal tegunda sem mynda skel úr postulínskalki.

(gg@ni.is)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |