Sveppir (Fungi)

Almennt

Sveppir eru heilkjarna lífverur án plastíða í frumum sínum. Þeir soga næringu úr umhverfinu inn í frumur sínar. Í frumuveggjum sveppa er kítín og ß-glúkan. Fellingar hvatbera flatar. Sveppir eru ýmist þráðlaga og sveppþræðir eru margkjarna og einlitna eða einfruma. Þegar svipur eru til staðar eru þær sléttar. Þegar sveppir æxlast kynjað er tvílitna stigið oftast stutt. Sveppir eru ýmist rotverur, tengdar annarri lífveru í samlífi eða sníklar.

Árið 2008 voru tegundir sveppa taldar 97.861 og skipt í fimm fylkingar.

Um 20% sveppa mynda fléttur, nálægt 20.000 tegundir, aðallega asksveppir. Auk þeirra eru nálægt 1.500 tegundir fléttuháðra sveppa.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |